fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Neyðarfundur í herbúðum United – Leikmenn verulega ósáttir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Woodward stjórnarformaður Manchester United hélt neyðarfund með leikmönnum félagisns í gær til að ræða við þá um Ofurdeildina. Á sunnudag kom í ljós að tólf stór félög ætla að stofna deild sem mun gefa þeim mikla fjármuni.

Með því eru tólf af stærstu félögum Evrópu að hætta í Meistaradeildinni og öðrum Evrópukeppnum sem þarf að vinna sér sæti í. Í Ofurdeildinni verður lífið auðveldara, félögin sem stofna deildina eiga öruggt sæti í henni ár eftir ár.

Enskir blaðamenn komust að stofnun deildarinnar snemma á sunnudag en félögin staðfestu svo stofnun hennar síðar um kvöldið. Leikmenn og þjálfarar liðanna virðast ekkert hafa vitað um málið fyrr en yfirlýsing um málið kom.

Leikmenn United vildu fá svör frá Woodward í gær og mætti hann á fund þeirra í gærmorgun, leikmenn United eru flestir ekki hrifnir af því skrefi sem eigendur félagsins hafa stigið.

Þeir telja að Ole Gunnar Solskjær hafi verið hent undir rútuna á sunnudag, stjórinn þurfti að svara fyrir Ofurdeildina eftir sigur á Burnley. Solskjær hafði enga hugmynd um hvað væri í gangi enda höfðu eigendurnir ekkert látið í sér heyra.

Woodward ku hafa reynt að útskýra fyrir leikmönnum hvað væri í gangi, hann sagði þetta ákvörðun sem væri tekin með hagsmuni United í huga. Samkvæmt frétt Daily Mail voru útskýringar Woodward ekki að ná til leikmanna United.

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu