fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Félögin undirbúa samfélagsmiðlabann

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félögin í ensku úrvalsdeildinni eru að leita nýrra leiða til að berjast gegn kynþáttaníð sem hefur beinst að mörgum leikmönnum deildarinnar. Nú hafa félögin ákveðið að sameinast um það að hverfa af samfélagsmiðlum í nokkra daga til að berjast gegn kynþáttaníð á samfélagsmiðlum sem virðist engan enda ætla að taka.

Búið er að setja upp plan fyrir þetta samfélagsmiðlabann og verður helgin 1.-3. maí fyrir valinu. Þá munu félögin ekki setja neitt á samfélagsmiðla. Opinber aðgangur ensku úrvalsdeildarinnar mun einnig taka þátt í átakinu þessa fyrstu helgi í maí, en þá fer einmitt fram stórleikur Liverpool og Manchester United sem hefði án efa vakið mikið umtal á samfélagsmiðlum.

Fótboltayfirvöld í Bretlandi hafa ítrekað biðlað til samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter að hefja aðgerðir til að stoppa kynþáttaníð á þeirra samfélagsmiðlum.

Formaður ensku úrvalsdeildarinnar sendi tölvupóst á til félaganna í deildinni á föstudag þar sem hann hvatti til aðgerða:

„Ekkert venjulegt fótboltatengt efni færi á miðlana. Þetta yrði nýtt til þess að beita þrýstingi á samfélagsmiðlafyrirtæki og vekja athygli á kynþáttaníð og öðrum fordómum sem við sjáum stöðugt á miðlunum.“

Leikmenn verða einnig hvattir til að taka þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba