fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

ÍBV staðfestir komu Guðjóns Péturs

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 19:27

Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd/ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Guðjón Pétur, sem er 33 ára gamall, kemur til liðsins frá Breiðablik en hann lék með Stjörnunni á láni síðasta sumar. Þar spilaði hann 14 leiki. Hann mun nú taka slaginn í næstefstu deild.

Talið er að Fram, sem spilar í sömu deild og ÍBV, hafi einnig haft áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir.

Guðjón hefur orðið Íslandsmeistari með Val og einnig leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð, svo eitthvað sé nefnt.

Eyjamenn bjóða leikmanninn innilega velkominn á heimasíðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi