fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Arnór lagði upp mark fyrir CSKA – Theódór Elmar í sigurliði

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 18:34

Arnór í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði síns liðs, CSKA Moskvu, sem lagði Rodor Volgograd í rússnessku úrvalsdeildinni nú fyrir stuttu. Hann lagði upp mark í leiknum. Þá spilaði Theódór Elmar Bjarnason lungað úr sigurleik Lamia í efstu deild í Grikklandi.

CSKA vann leikinn 2-0. Arnór lagði upp fyrra mark liðsins en það kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Hörður Björgvin Magnússon, sem er einnig á mála hjá CSKA, gat ekki spilað í dag þar sem hann er meiddur á hásin og verður frá í nokkra mánuði.

Lið þeirra er í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig. Spartak og Lokomotiv Moskva hafa einu stigi meira í sætunum fyrir ofan þegar fimm umferðir eru eftir. Annað sætið veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni svo það er að miklu að keppa.

Theódór Elmar spilaði 76 mínútur er Lamia sigraði Giannina, 1-2. Leikurinn var liður í neðri hluta grísku ofurdeildarinnar sem skipt var upp nýlega. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Lamia í þriðja sæti af átta liðum keppninnar, 7 stigum fyrir ofan fallsæti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni