fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári kom ekki nálægt vali á byrjunarliði kvöldsins – „Fólk má ekki halda að hann sé þarna útaf föður sínum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 17:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback aðstoðarþjálfari Íslands segir að Eiður Smári Guðjohnsen annar aðstoðarþjálfari liðsins hafi ekki komið nálægt því að velja byrjunarliðið gegn Liechtenstein í kvöld.

Ástæða þess er að Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur hans var kallaður inn í hópinn og byrjar leikinn í kvöld. „Ég held að það sé mikilvægt að taka það fram að Eiður Smári kom ekki að valinu á byrjunarliðinu að þessu sinni. Fólk má ekki halda að hann sé þarna útaf föður sínum,“ sagði Lars í samtali við RÚV fyrir leikinn.

Smelltu hér til að sjá byrjunarlið Íslands

Lagerback hefur fylgst með Sveini í síðustu tveimur leikjum með U21 árs landsliðinu en hann var kallaður inn í hóp A-liðsins fyrir þennan leik. Sveinn Aron spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld.

„Ég hef sjálfur ekki séð mikið af Sveini. Ég hef aðeins séð hann spila í þessum tveimur leikjum á EM undir 21 árs svo ég þekki hann ekki vel. En ég hreifst mjög af honum á æfingunni í gær og leist vel á þessa hugmynd þegar Arnar ræddi þetta. Hann hefur nef fyrir markaskorun og er harður af sér. Ég styð Arnar heilshugar í þessari ákvörðun.“

Viðtalið við Lagerback er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi