fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Breiðablik staðfestir kaup á Sævari

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 15:09

Sævar Atli Magnússon. Mynd/Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir R. og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Sævars Atla Magnússonar frá Leikni til Breiðabliks. Félagaskiptin munu ganga í gegn eftir að keppnistímabilinu 2021 lýkur og mun Sævar því leika með Leikni út tímabilið.

Sævar Atli er fyrirliði Leiknis og var í lykilhlutverki í fyrra þegar Leiknir tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni. Hann hefur þegar leikið 129 leiki fyrir Leikni og skorað í þeim 61 mark.

„Áhuginn á Sævari Atla var mikill og eru Blikar hæstánægðir með það að hann hafi valið Breiðablik. Blikar þakka Leikni fyrir góð samskipti vegna fyrirhugaðra félagaskipta. Við óskum Sævari Atla og Leiknismönnum góðs gengis í Pepsi Max deildinni í sumar,“ segir á vef Blika.

„Nú er þetta búið. Nú er bara fókusinn á að bæta minn leik og spila með Leikni í sumar, uppeldisfélaginu mínu. Annað tímabil í efstu deild og þetta verður ógeðslega spennandi og krefjandi verkefni. Ég hef mikla trú á því að við gerum vel í sumar,“ sagði Sævar meðal annars í viðtali við Leiknir.com en viðtalið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla