fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Boris Johnson leggur til fjármuni í von um að HM 2030 verði á Englandi og í Írlandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 11:36

Ísland á HM 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur staðfest að ríkisstjórn hans muni styðja við það að Heimsmeistaramótið árið 2030 verði haldið í Bretlandi.

England og Írland vilja halda mótið saman og vonir standa til um að Heimsmeistaramótið verði haldið þar í landi frá árinu 1966, þegar England vann mótið síðast.

HM 2022 fer fram í Katar og fjórum árum síðar verður mótið haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Englendingar vilja fá mótið árið 2030 til sín en þjóðin barðist af miklum krafti til að fá mótinu 2018 og 2022 en hafði ekki erindi sem erfiði.

Englendingar hafa einnig rétt fram hjálparhönd til að halda Evrópumótið í sumar, UEFA hefur stefnt að því að hafa mótið í 12 löndum en líkur eru á að mótið fari yfir í eitt land vegna COVID-19.

Bretar hafa staðið sig vel í bólusetningum og ættu að geta haldið mótið í sumar án vandræða.

Johnson hefur lagt til 3 milljónir punda til að hefja umsóknarferli Englands og Írlands til að halda HM 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“