fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Harmleikur þegar faðir markvarðar Liverpool drukknaði í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 08:46

Alisson og Jose Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Agostinho Becker faðir Alisson Becker markvarðar Liverpool fannst látinn nærri heimili sínu í gær. Talið er að Jose hafi drukknað í á sem rennur við heimilið.

Fjölskyldan á sveitasetur í suður Brasilíu, húsið er staðsett í Lavras do Sul þar sem Jose ætlaði að fara og synda í gær.

Þegar Jose skilaði sér ekki aftur í húsið hófst leit að honum, vinur hans og starfsmaður á sveitasetrinu fann hann svo í ánni.

Lögreglan mætti á svæðið og úrskurðaði að hinn 57 ára gamla Jose væri látinn. Málið er rannsakað sem slys.

Jose var markvörður líkt og synirnir, Alisson sem er 28 ára hefur reynst Liverpool frábærlega og Muriel sem er 34 ára leikur með Fluminense í heimalandinu.

Óvíst er hvort Alisson geti yfirgefið herbúðir Liverpool og haldið heim til Brasilíu vegna COVID-19 faraldursins. Jurgen Klopp stjóri Liverpool missti móðir sína á dögunum en gat ekki ferðar til Þýskalands til að vera viðstaddur jarðarför hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Í gær

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Í gær

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna