fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Southampton og Chelsea skildu jöfn – Minamino fer vel af stað

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Southampton og Chelsea mættust í fyrstu viðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Á 33. mínútu leiksins náði Takumi Minamino að koma Southampton yfir í leiknum eftir stoðsendingu frá Nathan Redmond. Minamino hefur heldur betur farið vel af stað hjá Southampton en hann fór þangað á láni frá Liverpool í byrjun árs. Hann hefur nú leikið þrjá leiki með liðinu og skorað tvö mörk.

Southampton leiddi í hálfleik þrátt fyrir tilraunir Chelsea til að jafna metin. Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fékk Chelsea víti. Mason Mount fór á punktinn, skoraði og jafnaði leikinn í 1-1.

Chelsea átti mun fleiri hættulegar sóknir í leiknum og var á blaði mun betra liðið. Þrátt fyrir það voru ekki fleiri mörk skoruð og endaði leikurinn því með 1-1 jafntefli. Með stiginu kemst Chelsea upp í fjórða sæti deildarinnar en West Ham og Liverpool eiga bæði leik til góða og geta náð sætinu með sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Afmælisveisla Wayne Rooney byrjuð – Klæddi sig upp sem þekkt rokkstjarna og söng fyrir gestina

Afmælisveisla Wayne Rooney byrjuð – Klæddi sig upp sem þekkt rokkstjarna og söng fyrir gestina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Loksins sigur hjá lærisveinum Ólafs Inga

Loksins sigur hjá lærisveinum Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf