fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
433Sport

Hafa tekið ákvörðun – Solskjær verður rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 22:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Manchester United hefur tekið ákvörðun um að reka Ole Gunnar Solskjær úr starfi. The Times segir frá þessu í kvöld.

Fleliri miðlar hafa svo fylgt í kjölfarið og segja sömu frétt, Solskjær verður rekinn úr starfi.

Duncan Castles sem ritar greinina segir að verið sé að semja um starfsflok og hvaða greiðslu Solskjær fær í sinn hlut.

„Manchester United hefur ákveðið að reka Ole Gunnar Solskjær úr starfi eftir niðurlægjandi 4-1 tap gegn Watford í dag,“ segir í grein The Times.

Stjórn United settist niður í kvöld á neyðarfundi og samkvæmt grein The Times var ákveðið að láta Solskjær fara.

Gengi liðsins hefur verið hræðilegt undanfarnar vikur en Solskjær hefur verið stjóri United í þrjú ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal óttast ástandið á Kai Havertz

Arsenal óttast ástandið á Kai Havertz
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hár verðmiði fælir United og fleiri félög frá

Hár verðmiði fælir United og fleiri félög frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aston Villa að ganga frá kaupum á enska framherjanum

Aston Villa að ganga frá kaupum á enska framherjanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitar að biðjast afsökunar og bendir á dæmi um frammistöður

Neitar að biðjast afsökunar og bendir á dæmi um frammistöður