fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo í sárum og sendir frá sér yfirlýsingu: „Þetta er okkur að kenna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 08:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint ótrúlegur leikur fór fram í í ensku úrvalsdeildinni í gær er Manchester United tók á móti erkifjendunum í Liverpool. Liverpool vann 5-0 stórsigur á United í leiknum. Cristiano Ronaldo hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu vegna þess.

Liverpool byrjaði af krafti en Keita kom þeim yfir eftir fimm mínútur og Jota tvöfaldaði forystuna tæpum tíu mínútum síðar. Leikurinn róaðist aðeins eftir það þar til Salah skoraði þriðja markið á 38. mínútu. Salah gerði svo út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði fjórða mark Liverpool. Staðan var því 4-0 fyrir gestunum í hálfleik, hreint ótrúlegar tölur og stuðningsmenn púuðu á sitt lið er það gekk til búningsklefa.

Salah fullkomnaði þrennuna í byrjun seinni hálfleiks og leikmenn Manchester United virtust hreinlega vera búnir að gefast upp. Stuttu síðar kom Ronaldo knettinum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 60. mínútu fékk Pogba að líta beint rautt spjald eftir tæklingu á Naby Keita og leikmenn United því orðnir tíu og verkefnið erfitt.

Leikurinn róaðist nokkuð eftir það og ekki voru fleiri mörk skoruð og ótrúlegur 5-0 sigur Liverpool staðreynd í gær. Cristian Ronaldo var í sárum að leik loknum. Þessi magnaði knattspyrnumaður er mættur aftur í enska boltann en ljóst er að hann upplifir vonbrigði með stöðuna sem United er í.

„Stundum eru úrslitin ekki þau sem við viljum berjast fyrir, stundum fer leikurinn ekki eins og við viljum. Þetta er okkur að kenna,“ skrifar Cristiano Ronaldo í færslu á Instagram að leik loknum.

„Þetta er bara okkur að kenna, það er engum öðrum um að kenna. Stuðningsmenn okkar voru frábærir. Þeir eiga betra skilið en þetta, miklu betra. Það er undir okkur komið að standa okkur, núna er tímapunkturinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Í gær

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Í gær

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga