fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo í sárum og sendir frá sér yfirlýsingu: „Þetta er okkur að kenna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 08:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint ótrúlegur leikur fór fram í í ensku úrvalsdeildinni í gær er Manchester United tók á móti erkifjendunum í Liverpool. Liverpool vann 5-0 stórsigur á United í leiknum. Cristiano Ronaldo hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu vegna þess.

Liverpool byrjaði af krafti en Keita kom þeim yfir eftir fimm mínútur og Jota tvöfaldaði forystuna tæpum tíu mínútum síðar. Leikurinn róaðist aðeins eftir það þar til Salah skoraði þriðja markið á 38. mínútu. Salah gerði svo út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði fjórða mark Liverpool. Staðan var því 4-0 fyrir gestunum í hálfleik, hreint ótrúlegar tölur og stuðningsmenn púuðu á sitt lið er það gekk til búningsklefa.

Salah fullkomnaði þrennuna í byrjun seinni hálfleiks og leikmenn Manchester United virtust hreinlega vera búnir að gefast upp. Stuttu síðar kom Ronaldo knettinum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 60. mínútu fékk Pogba að líta beint rautt spjald eftir tæklingu á Naby Keita og leikmenn United því orðnir tíu og verkefnið erfitt.

Leikurinn róaðist nokkuð eftir það og ekki voru fleiri mörk skoruð og ótrúlegur 5-0 sigur Liverpool staðreynd í gær. Cristian Ronaldo var í sárum að leik loknum. Þessi magnaði knattspyrnumaður er mættur aftur í enska boltann en ljóst er að hann upplifir vonbrigði með stöðuna sem United er í.

„Stundum eru úrslitin ekki þau sem við viljum berjast fyrir, stundum fer leikurinn ekki eins og við viljum. Þetta er okkur að kenna,“ skrifar Cristiano Ronaldo í færslu á Instagram að leik loknum.

„Þetta er bara okkur að kenna, það er engum öðrum um að kenna. Stuðningsmenn okkar voru frábærir. Þeir eiga betra skilið en þetta, miklu betra. Það er undir okkur komið að standa okkur, núna er tímapunkturinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“