fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Micah Richards finnur til með Solskjaer – „Það er engin liðsheild í hópnum“

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 25. október 2021 21:34

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrverandi leikmaður Man City og enska landsliðsins, segir að liðið þurfi að einbeita sér að grundvallaratriðum fótboltans og ákveða hvort eigi að víkja Ole Gunnar Solskjaer úr starfi eða ekki.

United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 5-0 tap gegn Liverpool á heimavelli.

Þetta eru einstaklingar, ekki lið,“ sagði Richards á BBC Radio 5 Live. „Þeir vilja allir vera stjarnan í liðinu í stað þess að gera einfalda hluti eins og hlaupa og tækla.“

Richards viðurkenndi að hann finnur til með Solskjaer sem hefur verið mikið gagnrýndur undanfarið og kallað hefur verið eftir afsögn hans.

Hann er goðsögn hjá félaginu svo það var alltaf að fara að vera erfitt þegar gengið er svona,“ bætti Richards við. „Ábygðin hlýtur að liggja hjá þjálfaranum, sumt af því sem átti sér stað í leiknum var fáránlegt, einföld mistök. Þeir vissu ekki hvenær þeir áttu að pressa og hvernig þeir áttu að liggja til baka og það lítur út fyrir að Ole viti ekki hvað eigi til ráðs að taka.

Þeir verða annað hvort að standa við bakið á honum út tímabilið eða ráða einhvern í hans stað. Ég finn til með honum,  hann er goðsögn hjá félaginu en virkar ráðalaus. Ef það er ekki hægt að leysa þetta verða þeir að horfa fram á við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera