fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

„Scott McTominay ætti að vera fyrsti maður á blað“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 24. október 2021 11:00

Scott McTominay / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á eftir fer fram leikur á milli erkifjendanna í Liverpool og Manchester United og ríkir mikil spenna á meðal stuðningsmanna. Flestir telja að ef Manchester United eigi að ná í stig út úr leiknum þurfi Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes að vera upp á sitt allra besta.

Paul Merson telur portúgalana þó ekki vera mikilvægustu leikmenn liðsins. Hann telur að Scott McTominay sé mikilvægasti leikmaður liðsins og ætti að vera fyrstur á blað er Solskjaer stillir upp liðinu.

„Þeir verða að breyta til ef þeir ætla að fá eitthvað út úr leiknum. Sjáið Liverpool, þeim gengur aftur vel því það er svo mikil vinnsla í liðinu,“ sagði Merson í dálki sínum í Daily Star.

„Það er lítil vinnsla hjá United, það er auðvelt að spila gegn þeim. Þeir eru í vandræðum. Það er ekki gaman að horfa á þá þessa dagana.“

„Ég hef ekki hugmynd um hvernig þeir ætla að vinna Liverpool. en Scott McTominay ætti að vera fyrsta nafnið á blað, hann reynir allavega. United vantar fleiri svona leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni