fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 21. október 2021 19:45

Paulo Fonseca/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir eigendur Newcastle United eru í viðræðum við Paulo Fonseca, fyrrverandi knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu.

Steve Bruce gekk frá borði í gær eftir tvö ár við stjórnvölinn og eigendurnir frá Sádi-Arabíu leita nú að arftaka hans. Graeme Jones, aðstoðarþjálfari liðsins, tekur við stjórnartaumunum fyrir leik Newcastle gegn Crystal Palace um helgina.

Fonseca var stjóri Roma á árunum 2019-2021 og stýrði liðinu í 5. sæti á fyrsta tímabili sínu með félagið, en þar að auki komst liðið í undanúrslit Evrópudeildarinnar áður en Jose Mourinho tók stöðu hans í sumar.

Portúgalinn var nálægt því að ganga til liðs við Tottenham í júní síðastliðnum áður en Nuno Espirito Santo fékk stjórastarfið í hans stað.

Eddie Howe, Lucien Favre og Roberto Martinez hafa einnig verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Newcastle sem hefur enn ekki unnið leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist