fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Réttarhöld yfir Benzema hefjast á morgun – Gæti að hámarki fengið 5 ára fangelsisdóm

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 13:30

Karim Benzema

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í fjárkúgunarmáli framherjans Karim Benzema og fyrrum landsliðsmanns Frakklands, Mathieu Valbuena, hefjast á morgun í Frakklandi. Benzema er gefið að sök að hafa verið hluti af hópi manna sem reyndi að kúga fé af Valbuena árið 2015 með því að hóta að birta kynlífsmyndband af honum ef hann myndi ekki greiða þeim fé.

Benzema hefur verið boðaður í réttarsal í Frakklandi á morgun en leikmaðurinn á leik með liði sínu, Real Madrid, í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Allt frá því að Benzema var bendlaður við málið hefur lögfræðingateymi hans reynt að hreinsa nafn hans með því að segja að hans aðild sé byggð á misskilningi. Hann hafi í raun verið að reyna hjálpa Valbuena.

Benzema og Valbuena eru fyrrum liðsfélagar í franska landsliðinu. „Ég vildi bara að hann (Valbuena) vissi af því að myndbandinu hefði verið lekið og hjálpa honum vegna þess að hann hafði hjálpað mér áður,“ hefur Benzema látið hafa eftir sér í viðtali um málið.

Benzema getur átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm og allt að 75.000 evra sekt verði hann fundinn sekur.

Þegar málið komst upp á sínum tíma var Benzema settur í bann hjá franska landsliðinu, bann sem entist í sex ár eða alveg þangað til að hann var valinn í landsliðshóp Frakklands fyrir Evrópumótið sem fram fór síðasta sumar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu
433Sport
Í gær

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng
433Sport
Í gær

Sjáðu stórfurðulegt rautt spjald Grealish í gær

Sjáðu stórfurðulegt rautt spjald Grealish í gær