fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Hefði fundist það mjög óábyrgt að reka Klöru úr starfi

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 15:00

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands er gestur í þættinum 433.is sem verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 20:00 í kvöld.

Það var mikið ákall, þegar að Guðni Bergsson lét af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins myndi gera það líka.

Vanda hefur ekki gert kröfu um að Klara segi af sér heldur hefur hún lýst yfir stuðningi við hana. Henni finnst ekki hægt að setja starfsmenn og kjörna fulltrúa undir sama hatt.

„Mér finnst himinn og haf þarna á milli. Klara er bara starfsmaður í stéttarfélagi og mér hefði fundist það mjög óábyrgt ef að við hefðum mætt þarna inn sem ný stjórn og byrjað á því að reka hana eða einhverja aðra.“

„Atriði númer eitt í krísustjórnun er að byrja á því að afla sér upplýsinga og þegar ég labba þarna inn þá er ég ekki með neinar upplýsingar, ég veit ekkert hvað gekk á. Mér hefði fundist það út í hött, óábyrgt og ósanngjarnt. Það vildi ég alls ekki gera (að reka Klöru). Við erum að safna upplýsingum og það er nefnd að skoða þetta. Óháð nefnd sem er að skoða hvað gerðist.“

Hægt verður að horfa á viðtalið við Vöndu Sigurgeirsdóttur í fullri lengd í þættinum 433.is á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar