fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Hefði fundist það mjög óábyrgt að reka Klöru úr starfi

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 15:00

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands er gestur í þættinum 433.is sem verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 20:00 í kvöld.

Það var mikið ákall, þegar að Guðni Bergsson lét af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins myndi gera það líka.

Vanda hefur ekki gert kröfu um að Klara segi af sér heldur hefur hún lýst yfir stuðningi við hana. Henni finnst ekki hægt að setja starfsmenn og kjörna fulltrúa undir sama hatt.

„Mér finnst himinn og haf þarna á milli. Klara er bara starfsmaður í stéttarfélagi og mér hefði fundist það mjög óábyrgt ef að við hefðum mætt þarna inn sem ný stjórn og byrjað á því að reka hana eða einhverja aðra.“

„Atriði númer eitt í krísustjórnun er að byrja á því að afla sér upplýsinga og þegar ég labba þarna inn þá er ég ekki með neinar upplýsingar, ég veit ekkert hvað gekk á. Mér hefði fundist það út í hött, óábyrgt og ósanngjarnt. Það vildi ég alls ekki gera (að reka Klöru). Við erum að safna upplýsingum og það er nefnd að skoða þetta. Óháð nefnd sem er að skoða hvað gerðist.“

Hægt verður að horfa á viðtalið við Vöndu Sigurgeirsdóttur í fullri lengd í þættinum 433.is á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador
433Sport
Í gær

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Í gær

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk