fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar vildi sjá afsökunarbeiðni eftir að orðið gerpi var notað – Kári harðneitar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. október 2021 18:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingurinn vinsæli, segir að Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum um karlalandsliðið í knattspyrnu á dögunum.

,,Kann engin helvítis Þjóðsönginn ? Og eitt gerpið að japla tyggjó á meðan….. Fyrirliðinn eins og stytta ! Átakanlegt!“ Skrifaði Kári á Facebook eftir leik Íslands og Armeníu í undankeppni HM á fimmtudag.

,,Ég þekki Kára af engu nema góðu en hann olli mér smá vonbrigðum þarna. Virðingarleysi á milli íþróttagreina, það fer í taugarnar á mér. Maður hefði ekki séð Geir Sveinsson hjóla svona í Ásgeir Sigurvinsson og hans lið,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football, í dag.

Hann hélt áfram. ,,Hann kallaði leikmenn landsliðsins gerpi. Ég vil meina að Kári þurfi að fara og biðjast afsökunar.“

Kári gefur þó ekkert eftir og ætlar ekki að gera eins og Hjörvar óskar eftir og biðjast afsökunar.

„Nei ég ætla nú ekki að biðjast afsökunar, fyrir mér er þetta ekki mjög djúp pæling. Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar fólk syngur ekki með,“ sagði Kári við Fréttablaðið í dag.

„Syngdu þennan blessaða þjóðsöng þegar þú ert í framlínunni. Það er ekkert dýpra en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins