fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar vildi sjá afsökunarbeiðni eftir að orðið gerpi var notað – Kári harðneitar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. október 2021 18:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingurinn vinsæli, segir að Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum um karlalandsliðið í knattspyrnu á dögunum.

,,Kann engin helvítis Þjóðsönginn ? Og eitt gerpið að japla tyggjó á meðan….. Fyrirliðinn eins og stytta ! Átakanlegt!“ Skrifaði Kári á Facebook eftir leik Íslands og Armeníu í undankeppni HM á fimmtudag.

,,Ég þekki Kára af engu nema góðu en hann olli mér smá vonbrigðum þarna. Virðingarleysi á milli íþróttagreina, það fer í taugarnar á mér. Maður hefði ekki séð Geir Sveinsson hjóla svona í Ásgeir Sigurvinsson og hans lið,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football, í dag.

Hann hélt áfram. ,,Hann kallaði leikmenn landsliðsins gerpi. Ég vil meina að Kári þurfi að fara og biðjast afsökunar.“

Kári gefur þó ekkert eftir og ætlar ekki að gera eins og Hjörvar óskar eftir og biðjast afsökunar.

„Nei ég ætla nú ekki að biðjast afsökunar, fyrir mér er þetta ekki mjög djúp pæling. Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar fólk syngur ekki með,“ sagði Kári við Fréttablaðið í dag.

„Syngdu þennan blessaða þjóðsöng þegar þú ert í framlínunni. Það er ekkert dýpra en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík