fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Þetta er planið hjá Kolbeini Sigþórssyni næstu vikur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins er án félags og óvissa ríkir um framtíð hans. Kolbeinn og AIK komust að samkomulagi um að rifta samningi hans við sænska félagið fyrir áramót.

Lítið hefur heyrst síðan þá og óvíst er hvaða skref þessi öflugi framherji tekur á ferli sínum, Kolbeinn er þrítugur og ætti að geta kreist fram nokkur góð ár á ferli sínum. Kolbeinn kom við sögu í 18 leikjum með AIK á síðustu leiktíð en mistókst að skora. Í heildina lék hann 35 deildarleiki fyrir sænska félagið og skoraði í þeim þrjú mörk.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins hefur greint frá því hvað Kolbeinn er að hugsa og gera. „Já ég hef rætt við hann, Kolli er núna bara í æfinga prógrami. Hann ætlar að taka janúar í að æfa vel og lyfta vel, hann hefur gert það áður þegar hann er að koma úr meiðslum. Honum leið vel eftir að hafa tekið það lyftinga prógram og kom jafnvægi á líkamann sinn,“ sagði Arnar við Dr. Football.

Kolbeinn er að skoða að finna sér nýtt lið en hann hefur verið orðaður við lið í næst efstu deild Tyrklands. „Planið er að kíkja eftir liði, hann er á þessu prógrami núna og svo tökum við stöðuna á honum í febrúar.“

Arnar segir útilokað að Kolbeinn verði í hópi sínum í mars ef hann verður ekki í liði. „Nei,“ sagði Arnar þegar hann var spurður um hvað það myndi duga Kolbeini að lyfta til að komast í landsliðið.

Framherjinn knái hafði fyrir dvöl sína hjá AIK lítið sem ekkert spilað fótbolta í tæp þrjú ár, eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016 glímdi Kolbeinn við mikið af meiðslum. Hann var síðan settur í frystikistuna hjá Nantes í Frakklandi og fékk ekkert að spila.

Hjá AIK tókst honum ekki að finna sitt besta form, framherjinn sem er alltaf líklegur til þess að skora fyrir íslenska landsliðið átti í vandræðum með að skora í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool
433Sport
Í gær

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Í gær

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína