fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Harðneita því að Ronaldo hafi slegið markametið – „Hann þarf að skora fleiri mörk“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tékkneska knattspyrnusambandið, gefur lítið fyrir þá staðreynd að Cristiano Ronaldo hafi í gær orðið markahæsti leikmaður sögunnar og þar með slegið met Tékkneska leikmannsins Josef Bican.

Cristiano Ronaldo skoraði eitt mark í 2-0 sigri Juventus á Napoli, í úrslitaleik Ofurbikarsins á Ítalíu. Þetta var mark númer 760 á knattspyrnuferli kappans.

Tékkneska knattspyrnusambandið segir hins vegar að Josef Bican hafi skorað 821 mark á sínum ferli en ekki 759 mörk eins og hefur verið talið. Það myndi þýða að Ronaldo þyrfti að skora 62 mörk til viðbótar til að slá met Bican.

Jaroslav Kolár, er maðurinn sem Tékkneska knattspyrnusambandið treystir á í þessum efnum. Hann fer fyrir nefnd sögu og tölfræði, hjá sambandinu, sem taldi öll mörk Bican.

Niðurstaða nefndarinnar var meðal annars sú að mörk sem Bican skoraði árið 1952 fyrir félagsliðið Hradec Králové, vantaði í talningu á þeim mörkum sem leikmaðurinn skoraði. Þau eru 53 talsins.

„Það þýðir að Cristiano Ronaldo er ekki markahæsti leikmaður sögunnar og að hann þarf að skora fleiri mörk til að slá metið,“ sagði Jaroslav Kolár.

Óvíst er hvort tekið verði tillit til þessa fullyrðinga Tékkneska knattspyrnusambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England