fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Harðneita því að Ronaldo hafi slegið markametið – „Hann þarf að skora fleiri mörk“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tékkneska knattspyrnusambandið, gefur lítið fyrir þá staðreynd að Cristiano Ronaldo hafi í gær orðið markahæsti leikmaður sögunnar og þar með slegið met Tékkneska leikmannsins Josef Bican.

Cristiano Ronaldo skoraði eitt mark í 2-0 sigri Juventus á Napoli, í úrslitaleik Ofurbikarsins á Ítalíu. Þetta var mark númer 760 á knattspyrnuferli kappans.

Tékkneska knattspyrnusambandið segir hins vegar að Josef Bican hafi skorað 821 mark á sínum ferli en ekki 759 mörk eins og hefur verið talið. Það myndi þýða að Ronaldo þyrfti að skora 62 mörk til viðbótar til að slá met Bican.

Jaroslav Kolár, er maðurinn sem Tékkneska knattspyrnusambandið treystir á í þessum efnum. Hann fer fyrir nefnd sögu og tölfræði, hjá sambandinu, sem taldi öll mörk Bican.

Niðurstaða nefndarinnar var meðal annars sú að mörk sem Bican skoraði árið 1952 fyrir félagsliðið Hradec Králové, vantaði í talningu á þeim mörkum sem leikmaðurinn skoraði. Þau eru 53 talsins.

„Það þýðir að Cristiano Ronaldo er ekki markahæsti leikmaður sögunnar og að hann þarf að skora fleiri mörk til að slá metið,“ sagði Jaroslav Kolár.

Óvíst er hvort tekið verði tillit til þessa fullyrðinga Tékkneska knattspyrnusambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist