Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Davíð Snorri ráðinn þjálfari U21 karlalandsliðsins

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 18:06

Davíð Snorri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ráðið Davíð Snorra Jónasson sem nýjan þjálfara U21 landsliðs karla og hefur hann þegar hafið störf. Þetta er staðfest í tilkynningu frá KSÍ. Davíð Snorri tekur við stjórnartaumunum af Arnari Þór Viðarssyni, sem var í desember ráðinn þjálfari A landsliðs karla.

Davíð Snorri hefur þjálfað U17 landslið karla með góðum árangri síðan í byrjun árs 2018 og fór með liðið alla leið í lokakeppni EM 2019. Hann þjálfaði Leikni R. ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015 og komu þeir liðinu í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu þess árið 2015.

Ég er ánægður og stoltur yfir því að KSÍ hafi leitað til mín til að þjálfa U21 árs lið Íslands. Verkefnið núna er tvíþætt. Annars vegar að vera klárir fyrir lokakeppnina og einnig byrja undirbúning fyrir næstu undankeppni, sem byrjar í haust. Þetta er frábært verkefni og það er skemmtileg vinna framundan sem ég hlakka til að takast á við.  Það er mikil eftirvænting hjá öllum sem koma að liðinu að fara í keppnina. Þetta er stórt svið sem öllum langar að sýna sitt besta á og ná árangri. Liðið hefur sýnt góðar frammistöður og sterkt hugarfar sem hefur skilað því inn í lokakeppnina. Við munum halda áfram að tryggja faglegt umhverfi og vera bestir í að undirbúa okkur svo allir njóti sín þegar í leikinn er komið,“ sagði Davíð Snorri eftir að hafa verið tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari u21 landsliðs karla.

Fyrstu leikir U21 landsliðs karla undir stjórn Davíðs Snorra verða leikir í úrslitakeppni EM 2021 í lok mars. Ísland er þar í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi.  Tilkynnt verður um aðstoðarþjálfara fljótlega.

KSÍ hefur ráðið Davíð Snorra Jónasson sem nýjan þjálfara U21 landsliðs karla og hefur hann þegar hafið störf. Fyrstu…

Posted by KSÍ – Knattspyrnusamband Íslands on Thursday, January 21, 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ákæruvaldið skoðar málið – Sakaður um að hafa lamið unnustu sína eftir ásaknir um framhjáhald

Ákæruvaldið skoðar málið – Sakaður um að hafa lamið unnustu sína eftir ásaknir um framhjáhald
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur
433Sport
Í gær

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli
433Sport
Í gær

Mun mokgræða eftir að hafa hjálpað fátækum síðustu mánuði

Mun mokgræða eftir að hafa hjálpað fátækum síðustu mánuði