fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Rooney á ærið verkefni fyrir höndum – Fallsæti, fjárhagserfiðleikar og eigendaskipti

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 13:59

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney er nýr knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Derby County eftir að hafa verið bráðabirgðastjóri liðsins síðan í nóvember eftir að Philip Cocu var sagt upp störfum.

Það er óhætt að segja að verkefnið framundan hjá Rooney sé erfitt en það er einnig hans fyrsta verkefni sem knattspyrnustjóri. Rooney skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið.

„Það voru nokkrar spurningar sem ég spurði forráðamenn félagsins áður en ég skrifaði undir samninginn. Ég sæti ekki hér, búinn að skrifa undir samninginn ef að ég hefði ekki fengið þau svör sem ég var að leita að,“ sagði Rooney á blaðamannafundi eftir að hafa skrifað undir samning við Derby.

GettyImages

Derby County hefur ekki gengið sem skildi á tímabilinu. Liðið situr í 22. sæti B-deildarinnar með 19 stig eftir 22 leiki. En það eru ekki einungis vandræði innan vallar sem Rooney mun þurfa að glíma við í starfi knattspyrnustjóra.

Félagið hefur verið í viðræðum um eigendaskipti, Sheikh Khaled hefur verið í viðræðum um kaup á félaginu en þau kaup hafa ekki gengið í gegn.

Félagið á í fjárhagserfiðleikum. Sagt var frá því í breskum miðlum í vikunni að Stephen Pearce, stjórnarformaður félagsins, hafi haldið fund með leikmönnum liðsins og þjálfarateymi til þess að útskýra þá fjárhagserfðileika og biðjast afsökunar.

GettyImages

Leikmenn liðsins hafa margir hverjir ekki fengið greidd laun fyrir desembermánuð og því er mikilvægt fyrir félagið að möguleg eigendaskipti gangi hratt fyrir sig.

„Skiljanlega viltu fyrir greitt fyrir vinnuna þína, það mun gerast. Leikmenn munu fá laun sín. Nú snýst þetta um að eigendaskipti eigi sér stað hjá félaginu. Meirihluti launa hefur verið greiddur út, vonandi verður restin greidd fljótlega,“ sagði Rooney um fjárhagserfiðleika  Derby County.

Fyrsti leikur Wayne Rooney sem knattspyrnustjóri Derby County verður í dag kl 15:00 gegn Rotherham United í fallbaráttuslag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Í gær

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Í gær

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester