Þremur leikjum var að ljúka í Pepsi-Max deild karla rétt í þessu. KA hafði betur gegn Fylki, KR sigraði Keflavík og ÍA hafði betur gegn Leikni í markaleik.
KA tók á móti Fylki á Greifavellinum. KA hafði betur í leiknum og sigraði 2-0. Það leit allt út fyrir að leikurinn myndi enda með 0-0 jafntefli þar til Hallgrímur Mar braut ísinn á 88. mínútu. Nökkvi Þeyr Þórisson gulltrygði svo sigur KA með marki í uppbótartíma. Fylkir er í 11. sæti með 16 stig, einu stigi frá öruggu sæti og einu stigi meira en ÍA í neðsta sæti deildarinnar. Fylkir og ÍA mætast í næstu umferð í gríðarlega mikilvægum leik.
KA 2 – 0 Fylkir
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (´88)
2-0 Nökkvi Þeyr Þórisson (´91)
Keflavík tók á móti KR þar sem gestirnir sigruðu 0-2. KR var betra liðið í leiknum og vel að sigrinum komið. Kennie Chopart skoraði fyrsta markið strax á 8. mínútu og Stefán Árni Geirsson tvöfaldaði forystuna á 60. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð og 2-0 sigur KR staðreynd. Með sigrinum fer KR í 3. sæti deildarinnar.
Keflavík 0 – 2 KR
0-1 Kennie Chopart ( ´8)
0-2 Stefán Árni Geirsson (´60)
ÍA tók á móti Leikni í mikilvægum leik fyrir heimamenn. ÍA hafði betur og sigraði 3-1. Viktor Jónsson braut ísinn á 24. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Daníel Finns Matthíasson minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en Hákon Ingi Jónsson skoraði þriðja mark skagamanna á 69. mínútu og tryggði þeim þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni. ÍA er enn í neðsta sæti deildarinnar en aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti.
ÍA 3 – 1 Leiknir R.
1-0 Viktor Jónsson (´24)
2-0 Steinar Þorsteinsson (´28)
2-1 Daníel Finns Matthíasson (´53)
3-1 Hákon Ingi Jónsson (´69)