Manchester United getur ekki keypt miðjumann til félagsins nema að selja leikmenn fyrst. ESPN fjallar um málið.
Ole Gunnar Solskjær vill bæta við miðjumanni í hóp sinn og þá sérstaklega nú þegar Scott McTominay var í aðgerð.
Miðjumaðurinn frá Skotlandi hefur glímt við meiðsli í nára og var ákveðið að setja hann undir hnífinn.
Eduardo Camavinga miðjumaður Rennes og Saul Niguez miðjumaður Atletico Madrid hafa verið orðaðir við félagið síðustu daga.
Jesse Lingard gæti verið á förum frá United og þá eru Phil Jones og fleiri leikmenn til sölu.