fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Alfons Sampsted og félagar fara í riðlakeppnina – Jón Guðni átti frábæran leik

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 20:08

Alfons Sampsted / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfons Samspted var á sínum stað í byrjunarliði Bodö/Glimt er liðið komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með sigri á FK Zalgiris.

Ola Solbakken skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli og því var þetta eina mark nóg til að tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Elfsborg sigraði Feyenoord 3-1 en það nægði ekki til að koma liðinu áfram þar sem hollenska liðið hafði unnið fyrri leikinn 5-0. Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru báðir á bekknum hjá Elfsborg.

Þá komust Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í Rosenborg ekki áfram í riðlakeppnina eftir tap gegn franska liðinu Rennes.

Jón Guðni Fjóluson átti frábæran leik fyrir Hammarby en hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri gegn Basel. Þá var gripið til framlengingar og svo vítaspyrnukeppni þar sem Basel hafði betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Í gær

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði