fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Alfons Sampsted og félagar fara í riðlakeppnina – Jón Guðni átti frábæran leik

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 20:08

Alfons Sampsted / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfons Samspted var á sínum stað í byrjunarliði Bodö/Glimt er liðið komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með sigri á FK Zalgiris.

Ola Solbakken skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli og því var þetta eina mark nóg til að tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Elfsborg sigraði Feyenoord 3-1 en það nægði ekki til að koma liðinu áfram þar sem hollenska liðið hafði unnið fyrri leikinn 5-0. Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru báðir á bekknum hjá Elfsborg.

Þá komust Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í Rosenborg ekki áfram í riðlakeppnina eftir tap gegn franska liðinu Rennes.

Jón Guðni Fjóluson átti frábæran leik fyrir Hammarby en hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri gegn Basel. Þá var gripið til framlengingar og svo vítaspyrnukeppni þar sem Basel hafði betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“