Alfons Samspted var á sínum stað í byrjunarliði Bodö/Glimt er liðið komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með sigri á FK Zalgiris.
Ola Solbakken skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli og því var þetta eina mark nóg til að tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Elfsborg sigraði Feyenoord 3-1 en það nægði ekki til að koma liðinu áfram þar sem hollenska liðið hafði unnið fyrri leikinn 5-0. Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru báðir á bekknum hjá Elfsborg.
Þá komust Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í Rosenborg ekki áfram í riðlakeppnina eftir tap gegn franska liðinu Rennes.
Jón Guðni Fjóluson átti frábæran leik fyrir Hammarby en hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri gegn Basel. Þá var gripið til framlengingar og svo vítaspyrnukeppni þar sem Basel hafði betur.