Real Madrid hefur lagt fram nýtt tilboð í Kylian Mbappe sóknarmann PSG og vonast félagið til að PSG taki nýjasta boðinu.
Real Madrid hefur hækkað tilboð sitt um 10 milljónir evra og er félagið tilbúið að greiða 170 milljónir evra fyrir hann.
Mbappe getur samið við Real Madrid í janúar og komið frítt til félagisns næsta sumar.
Mbappe neitar að skrifa undir nýjan samning við PSG og er orðið nokkuð ljóst að hann endar í Real Madrid, sama hvort það er í ár eða næsta sumar.
Mbappe er 22 ára gamall en hann hefur átt sér þann draum að spila fyrir Real Madrid frá unga aldri.