Bobby Clark 16 ára enskur knattspyrnumaður hefur gengið til liðs við Liverpool en hann skrifaði undir hjá félaginu í dag.
Clark hefur verið í yngri landsliðum Englands en hann var á mála hjá Newcastle.
Liverpool lagði mikla áherslu á að krækja í Clark sem sat fund með Jurgen Klopp stjóra liðsins. Klopp er sagður hafa lofað því að Clark yrði stór partur af framtíð félagsins.
Klopp tókst að sannfæra Clark um að skora sem er sóknarsinnaður miðjumaður og hefur vakið mikla athygli hjá Newcastle.
Clark er fæddur árið 2005 en fjöldi liða hafði áhuga á honum en Liverpool krækti í hann.