Daily Mail tók saman lista yfir þá leikmenn sem hafa átt hröðustu sprettina í ensku úrvalsdeildinni í ár.
Adam Armstrong er efstur á listanum en hann var keyptur til Southampton í sumar frá Blackburn. Adama Traore var næsthraðasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er í öðru sæti það sem af er á þessu tímabili. Spænski vængmaðurinn hefur verið frábær fyrir Wolves og fáir ráða við hann þegar hann kemst á skrið.
Athygli vekur að Kyle Walker, leikmaður Manchester City er ekki á listanum en hann var hraðasti leikmaður deildarinnar í fyrra. Það má þó ekki gleyma því að hann hefur aðeins leikið einn leik á tímabilinu og gæti því auðveldlega komið sér á toppinn eftir því sem líður á tímabilið.
Adam Armstrong 35,65 km/klst
Adama Traore 35,60 km/klst
Wilfried Zaha 35,21 km/klst
Nathan Tella 35,00 km/klst
Ismaila Sarr 34,87 km/klst
Patrick Bamford 34,65 km/klst
Antonio Rudiger 34,41 km/klst
Tyrick Mitchell 34,36 km/klst
Raphinha 34,21 km/klst