Jose Mourinho samdi við Roma fyrir tímabilið og hefur nú þegar fengið sex leikmenn til félagsins í sumar. Þar má til dæmis nefna Tammy Abraham sem kom frá Chelsea og Rui Patricio frá Wolves.
Hann var spurður að því hvort að hann væri sáttur með hópinn og svar hans var ansi gott.
„Veistu um einhvern þjálfara sem er sáttur með hópinn sinn? Kannski Pochettino,“ svaraði Mourinho og glotti.
Pochettino er að sjálfsögðu með rosalegan hóp hjá PSG en félagið samdi við Sergio Ramos, Gianluigi Donarruma, Gini Wijnaldum, Hakimi og sjálfan Lionel Messi í sumar. Hópurinn var þó ekkert slor fyrir en Neymar og Mbappe eru til að mynda einnig hjá félaginu.
🤔 Jose Mourinho was asked if he's happy with his current Roma squad:
😅 “Do you know any coach who is satisfied with their squad? Maybe Pochettino." pic.twitter.com/GpxUYZSP5d
— SPORTbible (@sportbible) August 25, 2021