fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári um atvikið í sumar og tímabunda leyfið sitt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 17:32

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins segist hafa tekið á sínum málum eftir að hafa fengið skriflega áminningu og verið sendur í leyfi af KSÍ í sumar. Þetta kemur fram í viðtali við Vísir.is.

Málið kom upp eftir að fjölmiðlar sögðu frá atviki er varðar Eið Smára í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann kastaði þvagi af sér utandyra. „Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta,“ sagði í yfirlýsingu KSÍ í sumar.

Eiður Smári segir við Vísir.is í dag að hann hafi tekið á sínum málum. „Svo ég vitni nú kannski bara í yfirlýsinguna sem var gefin út á sínum tíma, þá held ég að ég hafi tekið á þeim málum og ég held að KSÍ hafi líka gert það. Svo lítum við bara fram á veginn og erum ekkert að horfa of mikið til baka,“ sagði Eiður.

Henry Birgir Gunarsson spurði Eið þá hvað hann hefði gert til að taka málunum. „Nei, ég held að allt sem tekur á í persónulega lífinu, heldur maður bara þar.“

Arnar Þór svaraði fyrir málið:

Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins ræddi málið við Fótbolta.net af sama tilefni en hann kveðst hafa fundað með Eiði Smára vegna málsins. . „Okkar samstarf hefur alltaf verið mjög gott, rauði þráðurinn í gegnum það er vinátta. Við höfum verið vinir í mörg mörg ár, spiluðum saman í landsliðinu og saman í Belgíu. Við vinnum vel saman af því að við erum vinir,“ sagði Arnar við Fótbolta.net.

Hann segist hafa rætt tvær hliðar málsins við Eið Smára og að hann hafi fengið tíma til að leysa sín vandamál.

„Ef við eigum að ræða hans mál og það sem gerist núna í sumar, þá eru það tvær mismunandi stöður frá mínu sjónarhorni. Öðru leytinu er þetta vinur þinn sem er í smá veseni, þú vilt standa með vini þínum og gera allt sem þú getur til að hjálpa honum. Að hinu leytinu erum við í miklvægari vinnu, mikilvægari stöðu og getum ekki leyft okkur að haga okkur hvernig sem er. Báðar þessar hliðar hef ég rætt við Eið Smára, sem vinur og svo hinu megin frá að þetta sé ekki í boði; við þurfum að standa okkur í starfi. KSÍ tók síðan bara á því máli, hann fékk þessa skriflega viðvörun og var sendur í leyfi til þess að sortera sín vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG