fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Akureyringar reiðir eftir beiðni úr Kópavogi: Faðir Gumma Ben blöskrar – „Þá erum við ekki slíkir skíthælar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 09:59

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringar voru margir hverjir reiðir þegar beiðni um hjálp frá grænum Kópavogsbúum barst til þeirra í gær. Í dag fer fram stórleikur í efstu deild karla þegar Breiðablik heimsækir KA.

Breiðablik kemst á topp efstu deildar karla með sigri á KA þegar fjórar umferðir eftir, KA getur hins vegar komið sér á nýjan leik í alvöru titilbaráttu með sigri á Blikum.

Blikar ætla að reyna að fjölmenna í stúkuna á Akureyri en fóru þess á leið við stuðningsmenn Þórs að þeir myndu hjálpa til. Mikill rígur er á milli KA og Þórs á Akureyri. „Við í Kópacabana óskum eftir liðsstyrk frá grjóthörðum Þórsurum við að tralla með okkur á leiknum. Fyrir vonandi jákvæð viðbrögð ætlum við í staðinn að smala í amk eitt borð á næsta herrakvöldi Þórs,“ skrifuðu stuðningsmenn Blika í stuðningsmannahóp Þórs á Facebook.

Beiðni stuðningsmanna Blika fór mjög illa í stuðningsmenn Þórs sem þrátt fyrir ríginn ætla ekki að hjálpa Blikum við stuðning í stúkunni. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ skrifa Árni nokkur.

Benedikt Guðmundsson, faðir Guðmundar Benediktssonar leggur orð í belg, fjölskyldan er öll í stuðningshópi Þórs en Guðmundi blöskrar beiðnin. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utanbæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögum á Akureyri gangi vel hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið,“ skrifar Benedikt Guðmundsson

Leikurinn í dag hefst klukkan 18:00 á Greifavellinum á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað