Tottenham telur nánast ómögulegt að Harry Kane fari frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir viku. Manchester City hefur haft mikinn áhuga í sumar. Daily Mail segir frá.
City hefur hið minnsta lagt fram eitt tilboð í sumar en það hljóðaði upp á 100 milljónir punda. Þar kemur fram að City bauð aðeins 75 milljónir punda í öruggar greiðslur og annað í bónusa.
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham er harður á því að Kane kosti 150 milljónir punda og mun hann ekki hlusta á önnur tilboð.
Kane vill fara frá Tottenham en ef City tekur ekki upp 150 milljónir punda er nánast útilokað að eitthvað gerist.
City gæti reynt að leggja fram eitt tilboð í viðbót en tíminn er naumur nú þegar glugginn fer að lokast.