Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er ansi líklegt að Manchester United sé að klófesta Saul Niguez frá Atletico Madrid, Chelsea er þó með í baráttunni.
Saul var ekki í leikmannahópi Atletico Madrid um helgina en hann vill yfirgefa félagið og félagið er tilbúið að láta hann fara.
Fabrizio Romano fjallar um sama mál og segir að ensku félögin hafi bæði áhuga, spænskir miðlar segja líklegra að Saul fari til United.
Saul er 26 ára gamall en hann gæti spilað á miðri miðjunni eða sem varnarsinnaður miðjumaður hjá félaginu. Það er staða sem bæði United og Chelsea vilja styrkja.
Í fréttum er fjallað um að Chelsea þurfi að hreinsa frekar til í hópi sínum til að koma Saul fyrir en United getur látið til skara skríða í hvelli.
Saul verður lánaður en líklega verður klásúla um að festa kaup á honum eftir ár inn í þeim viðskiptum.