fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Ronaldo vill fara til Man City – Hnífstunga fyrir stuðningsmenn Man Utd

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 18:30

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo vill komast til Manchester City frá Juventus. Þetta segir franska blaðið L’Equipe.

Hinn 36 ára gamli Ronaldo á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Juventus. Hann hefur verið orðaður í burtu frá liðinu undanfarna daga. Paris Saint-Germain, Real Madrid og Man City hafa verið nefnd til sögunnar. Samkvæmt L’Equipe er síðastnefnda félagið efst í huga Portúgalans eins og er.

Ronaldo er þegar sagður hafa sett sig í samband við samlanda sína hjá Man City, Bernardo Silva, Ruben Dias og Joao Cancelo.

Man City er þó ekki tilbúið að reiða fram háa upphæð fyrir Ronaldo. Það er þó tilbúið til þess að senda annan leikmann til Juventus á móti. Þá munu launakröfur kappans ekki vera hindrun fyrir Englandsmeistaranna.

Það yrði ansi áhugavert ef Ronaldo gengur í raðir Man City, sérstaklega í ljósi þess að hann lék fyrir Manchester United á árunum 2003 til 2009. Hann er dýrkaður af stuðningsmönnum í rauða hluta Manchester-borgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Í gær

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar