Penninn hjá Liverpool er sjóðandi heitur þessa dagana en röð lykilmanna hefur skrifað undir nýjan samning við félagið undanfarið.
Andrew Robertson er sá nýjasti en skoski hægri bakvörðurinn hefur skrifað undir nýjan langtíma samaning við félaigð.
📝 New contracts at Liverpool this summer:
✅ Trent Alexander-Arnold
✅ Fabinho
✅ Alisson
✅ Virgil van Dijk
✅ Andy Robertson😏 Liverpool rewarding their star players and they aren’t finished there pic.twitter.com/EdAGVNRyLg
— WhoScored.com (@WhoScored) August 24, 2021
Áður höfðu Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Fabinho og Alisson skrifað undir nýjan samning við félagið. Félagið er svo í viðræðum við Jordan Henderson og Mo Salah um að framlengja.
Vinstri bakvörðurinn skrifaði undir í dag og gæti spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Chelsea á laugardag.
„Ég er ánægður hjá félaginu og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Robertson.
„Ég vil vera hérna eins lengi og hægt er, það gleður fjölskylduna mína að ég hafi skrifað undir. Við erum sátt hérna, við elskum allt við þetta félag og ég er glaður með að ferðalagið haldi áfram.“