Ofurtölvan hjá FiveThirtyEight sem vakið hefur mikla athygli síðustu ár fyrir spádóma sína fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsta spáin fyrir þessa leiktíð hefur litið dagsins ljós.
Ofurtölvan tekur mikla tölfræði inn í spádóma sína og eftir tvo fyrstu leikina er spádómur tölvunnar sá að Manchester City endurheimti titilinn.
Chelsea mun svo taka annað sætið og Liverpool það þriðja, Manchester United endar svo í fjórða sætinu en 11 stigum á eftir toppliði City.
Arsenal endar svo fyrir neðan West Ham og Brighton en fyrir ofan Everton og Leicester.
Crystal Palace, Watford og Norwich falla svo úr deildinni ef útreikningar ofurtvölunnar ganga eftir.
Spá ofurtvölunnar:
1. Manchester City – 80 stig
Chelsea – 77 stig
Liverpool – 77 stig
Manchester United – 69 stig
Tottenham – 63 stig
West Ham – 58 stig
Brighton – 54 stig
Arsenal – 54 stig
Leicester – 54 stig
Everton – 53 stig
Aston Villa – 50 stig
Leeds – 47 stig
Wolves – 45 stig
Brentford – 41 stig
Southampton – 41 stig
Newcastle – 39 stig
Burnley – 39 stig
Crystal Palace – 37 stig
Watford – 37 stig
Norwich – 34 stig