Anderson fyrrum miðjumaður Manchester United er sakaður um að taka þátt í svikum með rafmyntir fyrir 4,7 milljónir punda.
Í fjölmiðlum í heimalandi hans Brasilíu kemur fram að Anderson sé einn af þeim átta sem er undir rannsókn og að kæra hafi verið gefin út.
Anderson neitar sök en mennirnir eru sakaðir um þjófnað, svik og peningaþvott.
Anderson lék með Manchester United frá 2007 til 2015 en þrátt fyrir mikla hæfileika náði hann ekki að springa út.
Anderson hefur verið án félag í heilt ár. „Við höfum ekki farið í yfirheyrslu, það er rannsókn í gangi sem Anderson veit af. Anderson mun sanna að hann er fórnarlamb en ekki sekur,“ segir lögfræðingur hans.
Anderson vann Meistaradeildina með Manchester United árið 2008 en hann skoraði þá eitt marka liðsins í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea í Moskvu.