Norwich City hefur staðfest komu Brandon Williams frá Manchester United á láni, hann verður á láni út þessa leiktíð.
Williams sem er tvítugur hefur spilað 50 leiki fyrir United og skorað eitt mark. Hann var í litlu hlutverki á síðustu leiktíð.
Williams er í U21 árs landsliði Englands en hann hefur verið umdeildur á meðal stuðningsmanna United, margir telja hann ekki nógu góðan fyrir félagið.
„Þetta er öðruvísi, þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í annað félag. Ég er spenntur að byrja og hitta alla hérna,“ sagði Williams.
Norwich eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur tapað fyrir Liverpool og Manchester City í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins