Jose Mourinho byrjar vel í starfi hjá Roma en liðið vann 3-1 sigur á Fiorentina um helgina í fyrstu umferð Seriu A.
Tammy Abraham var að spila sinn fyrsta leik fyrir Roma og lagði upp tvö mörk, félagið keypti hann frá Chelsea.
Henrikh Mkhitaryan var á skotskónum en hegðun Jose Mourinho stjóra Roma vakti athygli.
Í fyrri hálfleik þegar Roma var 1-0 þá kom boltinn að Mourinho sem hagaði sér eins og Mourinho er einum lagið.
Mourinho var rekinn frá Tottenham á síðustu leiktíð en er mættur aftur í ítalska boltann þar sem hann gerði áður góða hluti með Inter.
Hegðun Mourinho má sjá hér að neðan.
Mourinho is such a joke😂 pic.twitter.com/WkbiKLN5Vj
— Juve News (@juvenewsFC) August 22, 2021