Tottenham mætti Wolves í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Molineux vellinum í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Spurs en Dele Alli skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 9. mínútu.
Wolves sótt stíft að marki Tottenham í leiknum en tókst lítið að skapa færi, fyrir utan þegar að Adama Traore slapp einn í gegn í síðari hálfleik en Hugo Lloris sá við honum í markinu.
Steven Bergwijn, vængmaður Spurs, byrjaði leikinn á vinstri kanti rétt eins og gegn Man City um síðustu helgi og sýndi frábæra takta í seinni hálfleik þegar hann fór framhjá þremur leikmönnum Wolves á hliðarlínunni.
Myndband af aftvikinu má sjá hér að neðan.
Filth. pic.twitter.com/wcjhv0y0eA
— • ᴅᴀᴠɪᴅ ᴇʟʟɪs • (@fullback03) August 22, 2021