Eduardo Camavinga miðjumaður Rennes í Fraklkandi er að ganga í raðir PSG en frá þessu greinir L’Equipe í Frakklandi. Camavinga er 18 ára gamall og hefur verið eftirsóttur biti.
Camavinga hefur verið á óskalista Manchester United í sumar en svo virðist sem franska félagið krækji í hann.
Camavinga er 18 ára gamall en á bara ár eftir af samningi sínum, Rennes er til í að selja Camavinga fyrir rúmar 25 milljónir punda.
Camavinga var orðaður við United sem arftaki Paul Pogba sem á bara ár eftir af samningi sínum við United, fari svo að PSG klófesti Camavinga er ólíklegt að PSG fari í Pogba á næstunni.
Camavinga er eitt mesta efni Evrópu en PSG hefur haft mikinn áhuga á að krækja í hann, allt stefnir í að það takist á næstu dögum.