Luana Sandien, Playboy-fyrirsæta og mikill stuðningsmaður Barcelona, bauð 600 þúsund dollara (um 77 milljónir íslenskra króna) í vasaklútinn sem knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi notaði til þess að þurrka tár sín er hann kvaddi Katalóníustórveldið á dögunum.
Hinn 34 ára gamli Messi fór frá Barcelona fyrr í mánuðinum eftir að hafa verið á mála hjá félaginu frá 13 ára aldri. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain.
Argentínumaðurinn vildi vera áfram en vegna gríðarlega fjárhagsvandræða Barcelona var ekki mögulegt að framlengja samning hans.
Messi neyddist því til að kveðja félagið á tilfinningaþrungnum blaðamannafundi. Það notaði hann umræddan vasaklút til þess að þurrka tár sín, enda átti Messi virkilega erfitt með að ráða við tilfinningar sínar er hann kvaddi.
Sandien sá klútinn svo til sölu á netinu. Hún stökk til og bauð í hann.
,,Ég bauð 600 þúsund dollara í vasaklútinn en þá hvarf auglýsingin. Ég bauð meira en helminginn af upphæðinni sem gefin var upp og hélt að ég myndi vinna. Auglýsingin hvarf án þess að ég fengi neinar upplýsingar. Ég veit ekki hvort einhver hafi keypt klútinn eða hvort að seljandinn hafi gefist upp. Vonandi tókst mér það,“ sagði Sandien um tilboðið.
Það er ekki ljóst hvort að hinni brasilísku Sandien takist að kaupa klútinn. Ef svo verður þá ætlar hún sér að sitja fyrir nakinn með hann.
Sem fyrr segir er Sandien mikill aðdáandi Barcelona. ,,Leikmenn Barcelona eru mun heitari en leikmenn annara liða,“ sagði hún eitt sinn við brasilíska fjölmiðla.