Liverpool hefur bannað Mohamed Salah, Roberto Firmino, Fabinho og Alisson að fara í verkefni með landsliði sínu í næstu viku.
Egyptaland og Brasilía eru á rauðum lista í Bretlandi og hefðu leikmennirnir allir þurft að fara á hótel í tíu daga sóttkví við komu til landsins.
Leikmennirnir hefðu því misst af hið minnsta tveimur deildarleikjum Liverpool hefði félagið leyft leikmönnum að fara í landsleiki.
Forráðamenn landsliðs Egypta hafa sent erindi á FIFA til þess að fá reglum um sóttkví aflétt við komuna til Englands.
Ekki er talið líklegt að bresk yfirvöld séu klár í að breyta regluverki sinu og því nánast útiloka að leikmennirnir fari í landsleikina.