fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Krefjast breytinga á regluverkinu „Það er með öllu óásættanlegt að una við þessar takmarkanir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 13:08

Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir semja regluverkið í kringum takmarkanir. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur toppfótbolta, hagsmunarsamtök félaga í efstu deildum í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist að stjórnvöld aflétti þær reglur sem gilda á knattspyrnuleikjum.

ÍTF kveðst hafa tekið virkan þátt í þeim aðgerðum sem yfirvöld hafa farið í en nú sé komið að þáttaskilum.

„ÍTF hefur tekið virkan þátt í þeim aðgerðum sem beitt hefur verið gegn veirunni frá því hún skaut upp kollinum hér á landi. Nú er hinsvegar komið að ákveðnum þáttaskilum í baráttunni hérlendis þar sem verið er að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Líkt og bent hefur verið á hefur þekking á hegðun veirunnar aukist auk þess sem bólusetning er orðin almenn. Í þessu ljósi telur ITF tímabært að endurskoða þær reglur sem í gildi eru varðandi framkvæmd kappleikja enda standist sum ákvæði þeirra vart skoðun og eru auk þess í ósamræmi við almennar reglur sem í gildi eru í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingu ÍTF.

©Anton Brink 2020

Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að ekki sé hægt að una lengur við þessar takmarkanir og horfa þurfa til annara landa.

„Stjórn ÍTF telur að núverandi regluverk stjórnvalda þrengi um of að framkvæmd knattspyrnuleikja. Takmarkanir séu of miklar og að fyrir þeim skorti rökstuðning. Einnig gæti mikils ósamræmis við reglur sem viðhafðar eru annarstaðar í samfélaginu t.d er varðar veitingasölu. Stjórn telur að svigrúm sé til staðar til þess að heimila fleiri en 200 manns í hverju sóttvarnarhólfi ef rétt er að málum staðið. Það er með öllu óásættanlegt að una við þessar takmarkanir sem og að ekki sé á neinn hátt tekið tillit til hvort um sé að ræða kappleik sem fram fer undir berum himni eða innandyra. Til stuðnings málflutningi sínum bendir ÍTF á framkvæmd leikja erlendis, t.d. á Norðurlöndum þar sem leyfilegt er að selja í öll sæti á vellinum að því gefnum að einstaklingurinn sé með bólusetningarvottorð.“

„ÍTF tekur undir það „ákall“ sem samráðshópur íslenskrar tónlistar sendi á stjórnvöld fyrir stuttu, þar sem m.a. kemur fram að heimildir fáist fyrir allt að 500 manns í hverju sóttvarnarhólfi. Það þarf að finna leiðir til að lifa með veirunni og halda íþrótta- og menningarlífi gangandi. ÍTF telur það mjög mikilvægt að við finnum leiðir til að halda íþróttastarfi með eðlilegasta hætti á þessum COVID tímum. Það gerum við með regluverki sem er innan skynsamlegra.“

Í dag geta aðeins 200 mætt í hólf á leikjum og bannað er að selja veitingar á leikjum, að auki er grímuskylda í stúkunni.

ÍTF leggur svo til að:
• Heimila veitingasölu á leikjum þar sem stjórnvöld hafa ekki sýnt fram á hvað ástæða liggur að baki þess að leyfa það ekki. Dæmi er um að fólk yfirgefi leikvelli í hálfleik og safnist saman í næstu verslun óháð því hvaða sóttvarnarhólfi það er í. Við teljum okkur geta boðið betur með því að hafa sér veitingasölu fyrir hvert hólf og því minni hætta á smit færist á milli sóttvarnarhólfa.
• Fjölga hólfum og hafa lágmark 500 per hólf. Okkar íþrótt er spiluð utandyra og ætti ekki að vera sett undir sama hatt og viðburðir innandyra. Mannvirkin eru mismunandi en geta langflest leikandi tekið við fleira fólki án þess að 1 metra reglan sé brotin.
• Þá viljum við einnig hvetja sjórnvöld til þess að innleiða COVID hraðpróf eins og víða þekkist í löndunum í kringum okkur. Með því að nota hraðpróf gætu allir þeir sem halda viðburði á Íslandi (íþróttakappleikir, tónleikar, leikhús ofl.) krafið gesti sína um neikvæða niðurstöðu sem ekki mætti vera eldri en 48 klst gömul, ásamt því að sýna vottorð um bólusetningu. Með þessu móti getum við notið íþrótta og menningar, sem er svo mikilvægur þáttur í tilveru margra Íslendinga, á eins öruggan máta og kostur er og reynt að lifað með veirunni.
• Þá leggjum við til að grímuskylda sé afnumin á kappleikjum sem fara fram undir berum himni. ÍTF telur það í meira lagi furðulegt að íþróttir sem fara fram utandyra lúti sömu reglum og þær sem fara fram innandyra svo ekki sé harðar að orði kveðið. Eins og komið hefur fram í okkar málflutningi geta félög undir hatti ÍTF tryggt 1 metra reglu á milli ótengdra aðila og því ekki þörf á notkun grímu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur