Þrír Íslendingar léku með sínum liðum á Skandinavíu í dag.
Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn með Gautaborg í 1-2 tapi gegn Varbergs í sænsku úrvalsdeildinni.
Gautaborg er í ellefta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 16 leiki.
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsinborg í markalausu jafntefli gegn Vasalunds í sænsku B-deildinni. Hann nældi sér í gult spjald í leiknum.
Helsingborg er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig eftir 17 leiki. Landskrona er með jafnmörg stig en verri markatölu. Efstu tvö lið deildarinnar fara beint upp í efstu deild.
Í norsku B-deildinni lék Davíð Kristján Ólafsson allan leikinn með Álasund í markalausu jafntefli gegn Strömmen.
Davíð og félagar eru í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig eftir fimmtán leiki. Álasund er 3 stigum á eftir Fredrikstad í öðru sæti, það gefur þátttökurétt í efstu deild að ári. Liðin í sætum þrjú til sex fara í umspil.