fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Klopp fór í aðgerð – „Andlitið mitt er skrýtið án þeirra“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 14:30

Gettyimages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp hefur opnað sig um þá staðreynd að hann sé ekki lengur með gleraugu á hliðarlínunni eins og venjan hefur verið.

Þessi öflugi stjóri hefur ekki verið með gleraugun sín í upphafi tímabils en hann greinir nú frá því að hafa farið í aðgerð í sumar.

Sjónin hjá Klopp var slæm og gleraugun voru hætt að bjarga honum, hann fór því í aðgerð til að laga hlutina.

„Þetta er nú einkamál en ég skal segja þetta einu sinni, ég hef verið gleraugu frá tíu ára aldri, þetta eru því 44 ár með gleraugu,“ sagði Klopp.

„Vandamálið er að undanfarin ár hafa gleraugun ekki dugað til að leiðrétta mína slæmu sjón, lausnin var því að fara í smá aðgerð. Þetta var stór aðgerð en núna sé ég mjög vel án gleraugna.“

„Andlitið mitt er skrýtið án þeirra en ég þarf þau ekki lengur. Kannski kemur sá tími að ég þarf þau aftur og þá set ég þau upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur