Jurgen Klopp hefur opnað sig um þá staðreynd að hann sé ekki lengur með gleraugu á hliðarlínunni eins og venjan hefur verið.
Þessi öflugi stjóri hefur ekki verið með gleraugun sín í upphafi tímabils en hann greinir nú frá því að hafa farið í aðgerð í sumar.
Sjónin hjá Klopp var slæm og gleraugun voru hætt að bjarga honum, hann fór því í aðgerð til að laga hlutina.
„Þetta er nú einkamál en ég skal segja þetta einu sinni, ég hef verið gleraugu frá tíu ára aldri, þetta eru því 44 ár með gleraugu,“ sagði Klopp.
„Vandamálið er að undanfarin ár hafa gleraugun ekki dugað til að leiðrétta mína slæmu sjón, lausnin var því að fara í smá aðgerð. Þetta var stór aðgerð en núna sé ég mjög vel án gleraugna.“
„Andlitið mitt er skrýtið án þeirra en ég þarf þau ekki lengur. Kannski kemur sá tími að ég þarf þau aftur og þá set ég þau upp.“