Sævar Orri Valgeirsson leikmaður meistaraflokks Hauka er á reynslu hjá Torinó á Ítalíu en hann hefur lengi verið undir smásjá félagsins.
Sævar er fæddur 2004 og því enn gjaldgengur annan flokk Hauka. Sævar hefur leikið tvo leiki fyrir meistaraflokk Hauka í sumar.
Torino hafa mikinn áhuga á Sævari en þeir hafa fylgst með honum í talsverðan tíma.
Sævar er í hópi fjölda Íslendinga sem hafa farið til ítalskra félaga síðustu mánuði og ár en margir þeirra hafa fengið samning þar í landi.
Tilþrif Sævars má sjá hér að neðan.