Roy Keane sérfræðingur Sky Sports í fótboltanum hefur vakið athygli síðustu mánuði fyrir skemmtilegar færslur á Instagram.
Keane birti í færslu í dag þar sem hann er klæddur sem Kappi úr Hvolpasveitinni.
Keane er ekki þekktur fyrir að brosa mikið eða hafa yfirleitt mjög gaman af fíflaskap, hann gerði þetta hins vegar til að gleðja barnabörn sín.
„Laus ef þú ert að halda gleðskap, ég kann ekki vel við partý eða krakka en laugin þarf að vera heit,“ segir Keane sem klæðist sem Kappi.
Harðhausinn í búningi Kappa er hér að neðan.
View this post on Instagram