fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Thomas Tuchel spurði Chelsea hvort þeir væru alveg vissir í að reka Lampard

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 12:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel sagði stjórnarnefnd Chelsea að hugsa sig tvisvar um áður en það ræki Frank Lampard, forvera hans hjá félaginu.

Tuchel var ráðinn í stað Lampard í janúar síðastliðnum þegar Chelsea var í 9. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tuchel hefur síðan gjörbreytt liðinu og vann meðal annars Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Þjóðverjinn hefur síðan sagt að hann efaðist um ákvörðun Chelsea að reka Lampard þegar hann talaði fyrst við félagið, en fékk þau skilaboð að örlög Lampard hjá Chelsea væru þegar ráðin.

Ég sagði í símtali við stjórnarnefndina: eruð þið vissir með þetta? Af því að þetta mun ekki falla stuðningsmönnum í geð. Kannski á hann skilið meiri tíma. Vegna þess að þegar ég hugsa um Chelsea, hugsa ég um Frank Lampard, John Terry, Petr Chech, Didier Drogba,“ sagði Tuchel í samtali við Sky Sports.

Ég hugsaði strax um hann vegna þess að hann er ímynd Chelsea: harðduglegur, ákafur, mikill leiðtogi, en á sama tíma venjulegur náungi utan vallar og góður liðsmaður. Sannkölluð goðsögn. Ég skildi hins vegar að það væri búið að taka ákvörðun og að ég hefði einungis um tvennt að velja.

Lampard var sagt upp eftir eitt of hálft ár við stjórnvölinn hjá Chelsea. Hann var ráðinn sumarið 2019 og kom liðinu í 4. sæti á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu, þrátt fyrir að Chelsea hafi verið í félagsskiptabanni. Hann var einnig ábyrgur fyrir þróun nokkurra yngri leikmanna Chelsea, þar á meðal Mason Mount, Reece James og Tammy Abraham, sem fór til Roma á dögunum fyrir 34 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Í gær

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér