Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
FCK mætti Sonderjyske á Parken vellinum í Kaupmannahöfn og Viborg og AGF áttust við á Energi Viborg vellinum.
FCK komst í forystu á 50. mínútu með marki frá Pep Biel. Jonas Older Wind tvöfaldaði forskot heimamanna á 72. mínútu eftir stoðsendingu frá Mohammed Daramy og þar við sat. 2-0 sigur FCK staðreynd. Hákon Haraldsson kom inn á fyrir FCK í lok leiks í sínum fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni. Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður í liði Sonderjyske á lokamínútu leiksins.
FCK er í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir 6 umferðir. Sonderjyske er í 10. sæti með 4 stig.
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem tapaði 2-0 gegn Viborg á útivelli. Jakob Jensen kom Viborg yfir með marki úr víti á 16. mínútu og Ibrahim Sa’id skoraði annað mark Viborg á 26. mínútu og þar við sat.
Viborg er í 7. sæti deildarinnar með 7 stig eftir 6 leiki. AGF er í 11. sæti með 2 stig.
Lokatölur:
FCK 2-0 SonderjyskE
1-0 Pep Biel (’50)
2-0 Jonas Older Wind (’72)
Viborg 2-0 AGF
1-0 Jakob Jensen (’16)
2-0 Ibrahim Sa’id (’26)