fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Solskjaer er sammála Klopp varðandi nýju reglurnar

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 19:47

Ole Gunnar Solskjaer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjaer er sammála Jurgen Klopp varðandi dómgæsluna í ár, en enska úrvalsdeildin ákvað að slakna á reglunum á nýju tímabili og dómarar munu hætta að dæma á „minniháttar brot“.

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, sagði eftir leikinn gegn Burnley að það væri eins og við hefðum farið 10-15 ár aftur í tímann. Solskjaer var á sama máli eftir 1-1 jafntefli Man United og Southampton í dag. Solskjaer sagði að hefði verið farið úr einum öfgum í aðrar.

Það eiga margir eftir að meiðast ef við höldum áfram í þessa átt,“ sagði Norðmaðurinn eftir leikinn. „Vonandi getum við fundið milliveg.“

Leikmenn Man United voru á því að þeir hefðu átt að fá aukaspyrnu þegar að Jack Stephens hirti boltann af Bruno Fernandes og Southampton skoraði í kjölfarið.

Þetta er brot. Hann fer beint í Bruno, mjöðmin á honum, handarkrikinn og höndin fer í hann,“ sagði Solskjaer. „Ég hef ekki áhyggjur en við verðum að skoða þetta vegna þess að við getum ekki farið úr einum öfgum í blaki eða körfubolta í fyrra, og í aðrar í rúbbí núna. Ég er hrifnari af afslappaðri reglunum, en samt, þetta er klárt brot.

Solskjaer segist jafnframt sjá jákvæð áhrif nýju reglanna á stuðningsmennina. „Þú sérð áhrifin sem þetta hefur á stuðningsmennina, það skapast líf á áhorfendapöllunum þegar að menn rjúka í tæklingar. Það var þeim líklega í huga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn