Ole Gunnar Solskjaer er sammála Jurgen Klopp varðandi dómgæsluna í ár, en enska úrvalsdeildin ákvað að slakna á reglunum á nýju tímabili og dómarar munu hætta að dæma á „minniháttar brot“.
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, sagði eftir leikinn gegn Burnley að það væri eins og við hefðum farið 10-15 ár aftur í tímann. Solskjaer var á sama máli eftir 1-1 jafntefli Man United og Southampton í dag. Solskjaer sagði að hefði verið farið úr einum öfgum í aðrar.
„Það eiga margir eftir að meiðast ef við höldum áfram í þessa átt,“ sagði Norðmaðurinn eftir leikinn. „Vonandi getum við fundið milliveg.“
Leikmenn Man United voru á því að þeir hefðu átt að fá aukaspyrnu þegar að Jack Stephens hirti boltann af Bruno Fernandes og Southampton skoraði í kjölfarið.
„Þetta er brot. Hann fer beint í Bruno, mjöðmin á honum, handarkrikinn og höndin fer í hann,“ sagði Solskjaer. „Ég hef ekki áhyggjur en við verðum að skoða þetta vegna þess að við getum ekki farið úr einum öfgum í blaki eða körfubolta í fyrra, og í aðrar í rúbbí núna. Ég er hrifnari af afslappaðri reglunum, en samt, þetta er klárt brot.“
Solskjaer segist jafnframt sjá jákvæð áhrif nýju reglanna á stuðningsmennina. „Þú sérð áhrifin sem þetta hefur á stuðningsmennina, það skapast líf á áhorfendapöllunum þegar að menn rjúka í tæklingar. Það var þeim líklega í huga.“